Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 10:27 Sveitarfélög landsins hafa mikinn fjölda fólks í vinnu. Ekki liggur fyrir hvort það orsaki fjárhagsvanda margra þeirra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ. Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ.
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira