Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að suðvestan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu verði í Öræfum og Mýrdal milli 11:00 og 23:00 á morgun. Þá er gert ráð fyrir vindkviðum allt að 35 metrum á sekúndu.
Tekið er fram að svo mikið hvassviðri sé varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Því er ekki ráðlegt að taka forskot á sæluna og keyra með ferðavagn í útilegu austur fyrir Kirkjubæjarklaustur á morgun.