Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2022 11:57 Iða Marsibil Jónsdóttir mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira