Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 19:31 Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín. Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira