Lífið

Reynslumesta flugfreyja heims fagnar 65 ára starfsafmæli

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bette Nash hefur starfað sem flugfreyja í 65 ár hjá American Airlines og er reynlusmesta flugfreyja heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness.
Bette Nash hefur starfað sem flugfreyja í 65 ár hjá American Airlines og er reynlusmesta flugfreyja heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Getty/Bill O'Leary

Bette Nash hefur unnið sem flugfreyja hjá American Airlines í 65 ár og var nýlega skráð af Heimsmetabók Guinness sem reynslumesta flugfreyja heims. Hún byrjaði ferilinn sem flugfreyja árið 1957 og er enn að, 65 árum síðar.

Nash er 86 ára gömul og er elsta starfandi flugfreyja heims. Hún flýgur nánast eingöngu tvo leggi, frá Boston til New York og Washington. Hún geri það til að vera heima hjá sér á hverju kvöldi til að geta séð um son sinn.

Ásamt því að vera reynslumesta flugfreyja allra tíma er hún líka sú elsta sem er enn starfandi í dag.Getty/Bill O'Leary

Þó Nash sé bæði elsta og reynslumesta flugfreyja heims í dag, er hún ekki elsta flugfreyja allra tíma. Hinn 90 ára gamli Bob Reardon var neyddur til að setjast í helgan stein árið 2014 eftir að unnið sem flugþjónn hjá Delta í tæplega 63 ár.

„Ég elska fólkið mitt og ég elska að vinna alltaf við sama flugið, að ég þekki kúnnana mína, viti hvað þeir vilja. Flugfélagið heldur að nöfn séu mikilvæg, en ég held að oft á tíðum séu þarfir fólks mikilvægar. Það vilja allir smá ást,“ sagði Bette Nash í tilefni af starfsafmælinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×