2.500 krónur fermetrinn á besta stað í bænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2022 19:55 Nýjar vinnustofur í Hafnarhúsi í miðborg Reykjavíkur, sem listamenn og frumkvöðlar geta leigt undir ýmiss konar starfsemi og sköpun, voru formlega opnaðar í dag. Tíu manna hópur úr viðskipta- og listageiranum stendur að verkefninu, Hafnarhaus, sem starfrækt verður á tveimur hæðum hússins næstu árin. Alls er rýmið um þrjú þúsund fermetrar. Stefna hópsins er að halda leiguverði í lágmarki en lagt er upp með að fermetrinn kosti 2.500 krónur á mánuði, auk 5.000 króna mánaðarlegs áskriftargjalds. Leiga á um tólf fermetra vinnustofu myndi þannig kosta 35.000 krónur á mánuði. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð en margar þeirra eru þó einmitt um 12 fermetrar. Haraldur Þorleifsson er einn stofnenda Hafnarhaus.Vísir/vilhelm „Við erum nýbúin að opna fyrir umsóknirnar, þær opnuðust bara fyrir nokkrum dögum. Þær eru byrjaðar að koma inn og það er ljóst að það er ótrúleg eftirspurn eftir svona plássi sem er bara ótrúlega gaman að sjá,“ segir Haraldur Þorleifsson, einn stofnenda Hafnarhaus. „Draumurinn okkar er að hérna séum við að búa til fólk framtíðarinnar í sköpun. Þannig að eftir nokkur ár og áratugi munum við hérna sjá fólk sem er búið að vaxa hérna og sem er að fara að gera mjög stóra hluti.“ Auk Haraldar samanstendur tíu manna hópurinn af meðal annars Ragnari Kjartanssyni listamanni, Elísabetu Ronaldsdóttur klippara, Davíð Helgasyni fjárfesti og Magneu Einarsdóttur fatahönnuði. Umsóknir um vinnustofurnar fara fyrir fimm manna nefnd skipaða fulltrúum Reykjavíkurborgar og stjórn Hafnarhaus. Menning Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tíu manna hópur úr viðskipta- og listageiranum stendur að verkefninu, Hafnarhaus, sem starfrækt verður á tveimur hæðum hússins næstu árin. Alls er rýmið um þrjú þúsund fermetrar. Stefna hópsins er að halda leiguverði í lágmarki en lagt er upp með að fermetrinn kosti 2.500 krónur á mánuði, auk 5.000 króna mánaðarlegs áskriftargjalds. Leiga á um tólf fermetra vinnustofu myndi þannig kosta 35.000 krónur á mánuði. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð en margar þeirra eru þó einmitt um 12 fermetrar. Haraldur Þorleifsson er einn stofnenda Hafnarhaus.Vísir/vilhelm „Við erum nýbúin að opna fyrir umsóknirnar, þær opnuðust bara fyrir nokkrum dögum. Þær eru byrjaðar að koma inn og það er ljóst að það er ótrúleg eftirspurn eftir svona plássi sem er bara ótrúlega gaman að sjá,“ segir Haraldur Þorleifsson, einn stofnenda Hafnarhaus. „Draumurinn okkar er að hérna séum við að búa til fólk framtíðarinnar í sköpun. Þannig að eftir nokkur ár og áratugi munum við hérna sjá fólk sem er búið að vaxa hérna og sem er að fara að gera mjög stóra hluti.“ Auk Haraldar samanstendur tíu manna hópurinn af meðal annars Ragnari Kjartanssyni listamanni, Elísabetu Ronaldsdóttur klippara, Davíð Helgasyni fjárfesti og Magneu Einarsdóttur fatahönnuði. Umsóknir um vinnustofurnar fara fyrir fimm manna nefnd skipaða fulltrúum Reykjavíkurborgar og stjórn Hafnarhaus.
Menning Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira