Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 08:30 Sepp Blatter og Michel Platini hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu. Shaun Botterill/Getty Images Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn. FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn.
FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01
Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16
Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06
FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30