Að vera eitt í kærleikanum Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:31 Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun