Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2022 12:00 Regnhlíf mun að öllum líkindum koma að góðum notum sunnan- og vestanlands um helgina. Útlit er fyrir að landsmenn í norðausturfjórðungnum muni aftur á móti ekki hafa nein not fyrir regnhlíf því þar eru bjartir kaflar í kortunum og hlýindi. Vísir/vilhelm Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni. Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni.
Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16
Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00
Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32