Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2022 20:05 Þótt starfsemin á Laugalandi kaupi meira rafmagn en allir íbúar Borgarness, greiðir Laugaland mun meira fyrir rafmagnið en Borgnesingar. Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Það er talað um það í gríni og alvöru að það myndist gúrkutíð í fréttum á sumrin þegar samfélagið fer meira og minna allt í dvala. Það er aftur á móti sannkölluð gúrkutíð á Laugalandi í Borgarfirði allt árið. Þar hafa menn ekki undan að framleiða agúrkur fyrir innanlandsmarkað og það væri hægt að flytja út miklu meira magn en nú þegar er gert. Sverrir Sverrisson þekkir vel til í Danmörku og stofnaði Pure Arctic með dönskum viðskiptafélaga. Hann segir mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti til Danmerkur og Þýskalands.Stöð 2/Einar Sölufélag garðyrkjumanna og Sverrir Sverrisson ásamt dönskum viðskiptafélag eiga saman fyrirtækið Pure Arctic sem flutt hefur út hágæða gúrkur til Danmerkur frá árinu 2016. Forsvarsmenn segja vöruna eftirsótta þar sem hún væri ræktuð með sjálfbærri orku og með hreinu íslensku vatni. Í Danmörku hafi snefill af skordýraeitri fundist í grunnvatni og orkuverð þar sé mun hærra en hér á landi. „Við höfum fundið það ég og kollegi minn sem stofnuðum þetta fyrirtæki að það var mikill áhugi hjá Dönum sem höfðu heimsótt Ísland að getað keypt íslenskt grænmeti í Danmörku. Þannig að þar kviknaði hugmyndin um að láta reyna á þetta,“ segir Sverrir. Heilnæm og eftirsótt vara Gunnlaugur Karlsson stjórnarmaður í Pure Arctic og framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að það væri hreinleiki vörunnar sem höfðaði til stórs hluta neytenda og að ekki væri notast við skordýraeitur við ræktunina. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og stjórnarmaður í Pure Arctic, segir útflutning á grænmeti og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum til Grænlands hafa haft mjög jákvæð áhrif þar.Stöð 2/Einar „Þetta er heilbrigð og heilnæm vara í háum gæðum. Svo er hægt að flytja þetta með skipi. Tekur þrjá daga. Þannig að þetta kemur mjög ferskt og flott á markaðinn. Vandamálið í þessu í dag er að við þurfum að framleiða meira til til að geta annað þessum markaði,“ segir Gunnlaugur. Á Laugalandi í Borgarfirði hafa verið ræktaðar gúrkur í áttatíu ár hjá sama fjölskyldufyrirtækinu. Þórhallur Bjarnason rekur fyrirtækið í dag ásamt eiginkonu og syni. Hann segir fyrirtækið framleiða um 500 tonn á ári og nýlega hafi þau einnig byrjað að rækta smágúrkur sem njóti vaxandi vinsælda. Laugaland er því með um fjórðung allrar gúrkuframleiðslu í landinu og eftirspurnin er alltaf að aukast. Þórhallur Bjarnason rekur Laugaland ásamt eiginkonu sinni og syni. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölunni í 80 ár.Stöð 2/Einar „Þetta hús sem viðstöndum í hér núna var byggt árið 2020. Síðan erum við að hækka annað álíka stórt hús um 185 sentimetra. Það er gert til að fá meiri afköst út úr því húsi,“ segir Þórhallur. En miklu máli skipti að geta haft lýsinguna ofar en áður við ræktunina. Fjölskyldan á Laugalandi nýtur nábýlis við jarðvarmann og aðgangs að fersku köldu vatni. Þá hefur náðst sparnaður með nútímalýsingu en rafmagnskostnaðurinn er engu að síður um fjórðungur kostnaðarins. Slagar upp í launakostnaðinn. Raforkuverðið miðast ekki við það magn sem Laugaland kaupir heldur fjölda íbúa í sveitinni. Mikil eftirspurn er eftir matvöru sem ræktuð er með grænni orku og hreinu vatni í Evrópu.Stöð 2/Einar „Þótt þessi garðyrkjustöð sé að nota eins mikið rafmagn og öll heimili í Borgarnesi þá telst hún vera í dreifbýli. Þá er miklu hærri gjaldskrá á flutninginn á orkunni,“segir Þórhallur. Í dag framleiðir Laugaland fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkaðinn. „Við höfum verið að skaffa vörur fyrir Færeyjar til dæmis núna í sumar og Grænland. Erum svona að prufa okkur áfram með þennan útflutning. Hugsanlega getur þetta orðið stór iðnaður í framtíðinni,“ segir Þórhallur. Á Laugalandi eru framleidd um 500 tonn af gúrkum á ári sem er um fjórðungur heildar framleiðslunnar í landinu.Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic hafa fulla trú á að hægt sé að auka útflutning á hreinu íslensku grænmeti til muna. Markaður sé til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Til þess þurfi framleiðslan hins vegar að fá raforkuna á sama verði og stóriðjan. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Þá værum við líka samkeppnishæfari með þessa hágæðavöru sem verður bara meiri og meiri eftirspurn eftir í heiminum,“ segir Sverrir Sverrisson. Landbúnaður Efnahagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það er talað um það í gríni og alvöru að það myndist gúrkutíð í fréttum á sumrin þegar samfélagið fer meira og minna allt í dvala. Það er aftur á móti sannkölluð gúrkutíð á Laugalandi í Borgarfirði allt árið. Þar hafa menn ekki undan að framleiða agúrkur fyrir innanlandsmarkað og það væri hægt að flytja út miklu meira magn en nú þegar er gert. Sverrir Sverrisson þekkir vel til í Danmörku og stofnaði Pure Arctic með dönskum viðskiptafélaga. Hann segir mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti til Danmerkur og Þýskalands.Stöð 2/Einar Sölufélag garðyrkjumanna og Sverrir Sverrisson ásamt dönskum viðskiptafélag eiga saman fyrirtækið Pure Arctic sem flutt hefur út hágæða gúrkur til Danmerkur frá árinu 2016. Forsvarsmenn segja vöruna eftirsótta þar sem hún væri ræktuð með sjálfbærri orku og með hreinu íslensku vatni. Í Danmörku hafi snefill af skordýraeitri fundist í grunnvatni og orkuverð þar sé mun hærra en hér á landi. „Við höfum fundið það ég og kollegi minn sem stofnuðum þetta fyrirtæki að það var mikill áhugi hjá Dönum sem höfðu heimsótt Ísland að getað keypt íslenskt grænmeti í Danmörku. Þannig að þar kviknaði hugmyndin um að láta reyna á þetta,“ segir Sverrir. Heilnæm og eftirsótt vara Gunnlaugur Karlsson stjórnarmaður í Pure Arctic og framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að það væri hreinleiki vörunnar sem höfðaði til stórs hluta neytenda og að ekki væri notast við skordýraeitur við ræktunina. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og stjórnarmaður í Pure Arctic, segir útflutning á grænmeti og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum til Grænlands hafa haft mjög jákvæð áhrif þar.Stöð 2/Einar „Þetta er heilbrigð og heilnæm vara í háum gæðum. Svo er hægt að flytja þetta með skipi. Tekur þrjá daga. Þannig að þetta kemur mjög ferskt og flott á markaðinn. Vandamálið í þessu í dag er að við þurfum að framleiða meira til til að geta annað þessum markaði,“ segir Gunnlaugur. Á Laugalandi í Borgarfirði hafa verið ræktaðar gúrkur í áttatíu ár hjá sama fjölskyldufyrirtækinu. Þórhallur Bjarnason rekur fyrirtækið í dag ásamt eiginkonu og syni. Hann segir fyrirtækið framleiða um 500 tonn á ári og nýlega hafi þau einnig byrjað að rækta smágúrkur sem njóti vaxandi vinsælda. Laugaland er því með um fjórðung allrar gúrkuframleiðslu í landinu og eftirspurnin er alltaf að aukast. Þórhallur Bjarnason rekur Laugaland ásamt eiginkonu sinni og syni. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölunni í 80 ár.Stöð 2/Einar „Þetta hús sem viðstöndum í hér núna var byggt árið 2020. Síðan erum við að hækka annað álíka stórt hús um 185 sentimetra. Það er gert til að fá meiri afköst út úr því húsi,“ segir Þórhallur. En miklu máli skipti að geta haft lýsinguna ofar en áður við ræktunina. Fjölskyldan á Laugalandi nýtur nábýlis við jarðvarmann og aðgangs að fersku köldu vatni. Þá hefur náðst sparnaður með nútímalýsingu en rafmagnskostnaðurinn er engu að síður um fjórðungur kostnaðarins. Slagar upp í launakostnaðinn. Raforkuverðið miðast ekki við það magn sem Laugaland kaupir heldur fjölda íbúa í sveitinni. Mikil eftirspurn er eftir matvöru sem ræktuð er með grænni orku og hreinu vatni í Evrópu.Stöð 2/Einar „Þótt þessi garðyrkjustöð sé að nota eins mikið rafmagn og öll heimili í Borgarnesi þá telst hún vera í dreifbýli. Þá er miklu hærri gjaldskrá á flutninginn á orkunni,“segir Þórhallur. Í dag framleiðir Laugaland fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkaðinn. „Við höfum verið að skaffa vörur fyrir Færeyjar til dæmis núna í sumar og Grænland. Erum svona að prufa okkur áfram með þennan útflutning. Hugsanlega getur þetta orðið stór iðnaður í framtíðinni,“ segir Þórhallur. Á Laugalandi eru framleidd um 500 tonn af gúrkum á ári sem er um fjórðungur heildar framleiðslunnar í landinu.Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic hafa fulla trú á að hægt sé að auka útflutning á hreinu íslensku grænmeti til muna. Markaður sé til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Til þess þurfi framleiðslan hins vegar að fá raforkuna á sama verði og stóriðjan. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Þá værum við líka samkeppnishæfari með þessa hágæðavöru sem verður bara meiri og meiri eftirspurn eftir í heiminum,“ segir Sverrir Sverrisson.
Landbúnaður Efnahagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira