Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2022 08:25 Borgarnes. Hringvegur lagður framhjá byggðinni. Samgöngufélagið/Envalys Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls. Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30