Þá verður súld og rigning norðaustantil, en bjart með köflum. Hitinn mun ná frá tíu til tuttugu stigum, hlýjast norðaustanlands.
Á morgun dregur smám saman úr vindi og skúrir síðdegis norðaustantil, en áfram súld eða rigning sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Sunnan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning, en stöku skúrir um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag: Hæg breytileg átt. Skýjað á landinu og víða svolítil væta. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 15 stig.
Á þriðjudag: Norðan 3-8 með súld eða dálítilli rigningu. Skýjað með köflum sunnanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 7 stigum fyrir norðan, upp í 18 stig á Suðausturlandi.
Á miðvikudag: Suðvestan og vestan 3-8 og dálitlir skúrir, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 14 stig.
Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Súld eða rigning sunnan heiða, en bjartara og stöku skúrir fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi og heldur kólnandi, en annars skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir sunnanlands.