Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2022 21:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“ Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“
Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12