Björgunarsveitafólk kom með manninn að skálanum í Hrafntinnuskeri klukkan þrjú. Hann er slasaður á ökkla og var orðinn kaldur. Hann er nú komin í björgunarsveitarbíl sem flytur hann til byggða. Þetta segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Maðurinn var staddur í tjaldi þrjá kílómetra suður af Hrafntinnuskeri og hringdi sjálfur á neyðarlínuna.
Björgunarsveitarfólk sem var á hálendinu og hópar frá Suðurlandi fór á vettvang ásamt skálaverði frá Hrafntinnuskeri
Fréttin hefur verið uppfærð.