Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:48 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu. „Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
„Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira