Það vantaði ekki skotin, færin og hálffærin hjá íslenska liðinu í leiknum og þegar tölfræði allra liðanna í Evrópumótinu til þessa er borin saman sést hversu duglegar þær íslensku voru að láta skotin dynja á Belgum.
Það voru í raun bara tvær þjóðir, Spánn og Þýskaland, sem reyndu fleiri skot í fyrstu umferðinni.
Spánverjar voru í sérflokki með 32 skot í 4-1 sigri á móti Finnum en Þjóðverjar reyndu 22 skot í 4-0 sigri á Dönum. Bæði lið voru með mikla yfirburði í þessum leikjum en þau eru saman í B-riðlinum.
Íslensku stelpurnar reyndu 21 skot í 1-1 jafnteflinu við Belga eða jafnmörg og Norðmenn gerðu í 4-1 sigri á Norður-Írlandi. Íslenska liðið náði þannig fimm fleiri skotum en Frakkar sem burstuðu Ítali 5-1 í okkar riðli.
Það gerði líka enginn betur í því að vinna boltann en íslenska liðið en baráttuglaðar stelpurnar okkar unnu boltann 59 sinnum af Belgum í leiknum eða sjö fleiri en Belgar og átta fleiri en Svíar.
Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru í efstu tveimur sætunum en Sif vann fjórtán bolta og Glódís þrettán.
Íslenska liðið var líka í þriðja sæti í tæklingum með átján slíkar en Belgar voru með tuttugu og Hollendingar 26.
- Flest skot á mark í fyrstu umferð EM:
- 1. Spánn 32
- 2. Þýskaland 22
- 3. Ísland 21
- 3. Noregur 21
- 5. Frakkland 16
- 5. Portúgal 16
- -
- Flestir unnur boltar í fyrstu umferð EM:
- 1. Ísland 59
- 2. Belgía 52
- 3. Svíþjóð 51
- 4. Portúgal 49
- 5. Sviss 48
- 5. Holland 48
- -
- Flestar tæklingar í fyrstu umferð EM:
- 1. Holland 26
- 2. Belgía 20
- 3. Ísland 18
- 4. Portúgal 17
- 5. Ítalía 13