Ráðherra í stríð við strandveiðar Inga Sæland skrifar 11. júlí 2022 11:01 Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30 Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fagurgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strandveiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjávarútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aftur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem baráttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggðanna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem líklega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum landið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna lífríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strandveiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. 9. júlí 2022 21:30
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun