„Hún hefur örugglega elskað þessa athygli“ Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:00 Berglind og Sólveig féllust í faðma eftir leikslok í gær. Vilhelm Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, fagnaði sextugs afmæli sínu í gær á sama tíma og Ísland og Belgía mættust í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi. Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira