Ólafur um Ceciliu: Svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 10:30 Fólk þurfti ekki að fylgjast lengi með æfingu íslenska landsliðsins til að fá sýnishorn af gleðigjafanum Ceciliu Rán Rúnarsdóttur. Vísir/Vilhelm Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en það hefur gengið óvenju mikið á í þeim hóp þótt stutt sé búið af mótinu. Daginn fyrir fyrsta leik þá þurfti íslenska landsliðið að kalla á nýjan markvörð eftir að Cecilia Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði. Cecilia Rán er ein vinsælasti leikmaður landsliðsins eins og sjá mátti á svörum stelpnanna þegar þær voru spurðar út í fyndnasta leikmann landsliðsins. Það þurfti mikla jákvæðni til að ráða við það að missa af EM á elleftu stunduð þegar þú ert ekki orðin nítján ára gömul. „Það voru mikil vonbrigði og leiðinlegt fyrir hana því miður. Hún er mikill karakter og kemur sterkari til baka,“ sagði Ólafur Pétursson. En hvernig kom þetta til. „Hún var bara á markmannsæfingu hjá mér og fær á sig skot en segist svo vera aum í puttanum. Við létum kíkja á það og svo kom það í ljós að hún væri brotin,“ sagði Ólafur. „Þetta er gríðarlega erfitt og líka leiðinlegt að missa af svona stóru móti. Hún er nýbúin að vera í meiðslum, kom sér upp úr þeim, var búin að standa sig frábærlega og æfa vel. Þetta er svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter og verður komin inn á völlinn áður en við vitum af,“ sagði Ólafur. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu báðar á búningi Ceciliu Rán fyrir fyrsta leikinn á móti Belgíu. „Þær komu henni á óvart og hún felldi örugglega tár,“ sagði Ólafur. Cecilia Rán fer nú til Þýskalands í aðgerð en getur vonandi aftur hitt fyrir landsliðsfélaga sína ef allt gengur vel. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Daginn fyrir fyrsta leik þá þurfti íslenska landsliðið að kalla á nýjan markvörð eftir að Cecilia Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði. Cecilia Rán er ein vinsælasti leikmaður landsliðsins eins og sjá mátti á svörum stelpnanna þegar þær voru spurðar út í fyndnasta leikmann landsliðsins. Það þurfti mikla jákvæðni til að ráða við það að missa af EM á elleftu stunduð þegar þú ert ekki orðin nítján ára gömul. „Það voru mikil vonbrigði og leiðinlegt fyrir hana því miður. Hún er mikill karakter og kemur sterkari til baka,“ sagði Ólafur Pétursson. En hvernig kom þetta til. „Hún var bara á markmannsæfingu hjá mér og fær á sig skot en segist svo vera aum í puttanum. Við létum kíkja á það og svo kom það í ljós að hún væri brotin,“ sagði Ólafur. „Þetta er gríðarlega erfitt og líka leiðinlegt að missa af svona stóru móti. Hún er nýbúin að vera í meiðslum, kom sér upp úr þeim, var búin að standa sig frábærlega og æfa vel. Þetta er svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter og verður komin inn á völlinn áður en við vitum af,“ sagði Ólafur. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu báðar á búningi Ceciliu Rán fyrir fyrsta leikinn á móti Belgíu. „Þær komu henni á óvart og hún felldi örugglega tár,“ sagði Ólafur. Cecilia Rán fer nú til Þýskalands í aðgerð en getur vonandi aftur hitt fyrir landsliðsfélaga sína ef allt gengur vel.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira