Vilja grafa John Snorra hjá Juan Pablo og Ali á K2 Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 19:02 Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar. Vísir Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar hefur óskað eftir því að lík hans verði fært og grafið með ferðafélögum hans, Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Sé ekki hægt að gera það verði líkið fært af gönguleiðinni upp fjallið K2. John Snorri fórst á fjallinu K2 í Pakistan í mars á síðasta ári þegar hann reyndi að fara fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Talið er að John Snorri hafi náð á toppinn áður en hann lést. Í yfirlýsingu frá Línu Móey, eiginkonu Johns Snorra, segir að hún og fjölskylda Johns hafi beðið göngugarpana sem fundu lík hans á K2 í júlí á síðasta ári að færa það ekki strax. Fjölskyldan hafi þurft að ákveða í sameiningu hvað þeim þætti best. Í kjölfar þess hefur fjöldi gönguhópa boðist til þess að færa líkið og eru nokkrir þeirra á fjallinu núna. Lína Móey og fjölskyldan hafa tekið ákvörðun og beðið gönguhópana um að færa John annað hvort þangað sem göngufélagar hans eru grafnir eða af gönguleiðinni ef ekki er hægt að færa John niður fjallið á öruggan máta. Þá biður hún þá göngugarpa sem ganga fram hjá líkinu að vinsamlegast ekki taka myndir eða myndbönd af honum án hennar leyfi. Lína Móey mun sjálf ferðast til Pakistan eftir nokkra daga og dvelja þar í rúmar tvær vikur. Hún segist vera þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún og hennar fjölskylda hafa fengið í kjölfar þess að John fórst á fjallinu. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg. 2. desember 2021 07:00 Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. 10. ágúst 2021 11:36 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
John Snorri fórst á fjallinu K2 í Pakistan í mars á síðasta ári þegar hann reyndi að fara fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Talið er að John Snorri hafi náð á toppinn áður en hann lést. Í yfirlýsingu frá Línu Móey, eiginkonu Johns Snorra, segir að hún og fjölskylda Johns hafi beðið göngugarpana sem fundu lík hans á K2 í júlí á síðasta ári að færa það ekki strax. Fjölskyldan hafi þurft að ákveða í sameiningu hvað þeim þætti best. Í kjölfar þess hefur fjöldi gönguhópa boðist til þess að færa líkið og eru nokkrir þeirra á fjallinu núna. Lína Móey og fjölskyldan hafa tekið ákvörðun og beðið gönguhópana um að færa John annað hvort þangað sem göngufélagar hans eru grafnir eða af gönguleiðinni ef ekki er hægt að færa John niður fjallið á öruggan máta. Þá biður hún þá göngugarpa sem ganga fram hjá líkinu að vinsamlegast ekki taka myndir eða myndbönd af honum án hennar leyfi. Lína Móey mun sjálf ferðast til Pakistan eftir nokkra daga og dvelja þar í rúmar tvær vikur. Hún segist vera þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún og hennar fjölskylda hafa fengið í kjölfar þess að John fórst á fjallinu.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg. 2. desember 2021 07:00 Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. 10. ágúst 2021 11:36 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg. 2. desember 2021 07:00
Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. 10. ágúst 2021 11:36
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50
Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40