Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 16:42 Frá Wall Street í New York. AP/John Minchillo Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira