Ísland ekki uppselt þrátt fyrir að eftirspurn fari fram úr væntingum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júlí 2022 21:35 Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition. Vísir/Arnar Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir gistingu hér á landi í sumar telur framkvæmdastjóri Edition hótelsins, Ísland samt ekki uppselt. Mjög erfiðlega gengur hins vegar að finna starfsfólk til að vinna í ferðaþjónustunni víðast hvar. Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“ Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent