Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 21:43 Nóra er ánægð að vera komin heim. Stöð 2 Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann. Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann.
Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23