Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 12:10 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“ Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“
Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48