De Jong í æfingahóp sem fór til Miami | Fimm leikmenn ásamt knattspyrnustjóranum Xavi eftir í Barcelona Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 16:00 Frenkie de Jong gæti leikið með Barcelona á næsta tímabili þrátt fyrir sögusagnir um annað. Getty Images Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, fór með liðinu á undirbúningstímabil þeirra í Bandaríkjunum. Telja einhverjir þetta vera vísbendingu að hann muni þá ekki yfirgefa Barcelona fyrir Manchester United eftir allt saman. Knattspyrnustjórinn Xavi varð hins vegar eftir í Katalóníu. Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30
Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31
Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01
Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15