Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 11:32 Sigrún Anna Ólafsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í Manchester ásamt þeim Birni Stefánssynu, Lóu Ólafíu Eiríksdóttur og Ómari Tómassyni. Vísir/Vilhelm Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót. Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira