Hovland skákar McIlroy | Stefnir í spennandi einvígi Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 23:00 Það verða öll augu á þeim Rory McIlroy og Viktor Hovland á Opna breska meistaramótinu í golfi á lokadeginum morgun. Getty Images Það stefnir allt í rosalegt einvígi milli hins Norður-Írska Rory McIlroy og Viktor Hovland frá Noregi á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Tvímenningarnir leiða mótið fyrir lokadaginn á morgun en báðir eru þeir samtals á 16 höggum undir pari eftir frábæra frammistöður í dag. Hovland og McIlroy voru jafnir í þriðja sæti þegar þeir fóru af stað í morgun. Cameron Smith var með forystu en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari á meðan McIlroy og Hovland kláruðu dag þrjú báðir á sex höggum undir pari. Veðbankar töldu McIlroy sigurstranglegastan fyrir mótið og er hann nú í dauðafæri að vinna sinn fyrsta risatitil í átta ár. 🎥 Relive Rory McIlroy's sensational Third Round at #The150thOpen in 60 Seconds pic.twitter.com/VoNAdPDSrL— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 „Ég er búinn að vera að banka á dyrnar í þó nokkurn tíma og núna er besta tækifærið til sigurs í langan tíma. Ég þarf bara að vera í mínum eigin heimi í einn dag í viðbót og vonandi get ég spilað nógu gott golf til þess að klára verkið,“ sagði McIlroy við CBS eftir þriðja hring. Það skildi þó enginn afskrifa Norðmanninn unga sem spilaði nánast óaðfinnanlega til að halda í við McIlroy. Frammistaða sem skapar spennandi einvígi fyrir morgundaginn. Einvígi sem gæti farið í sögubækurnar en Hovland hefur aldrei unnið stórmót í golfi áður. Tvímenningarnir munu ræsa klukkan 13.50 á morgun. Viktor Hovland was dialled in during Round 3 of #The150thOpenWatch his best moments 👇 pic.twitter.com/6WlkoDoR22— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Cameron Young var í öðru sæti í upphafi dags en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er því jafn nafna sínum Cameron Smith í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir þeim Hovland og McIlroy. Jafnir í fimmta sæti eru þeir Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Another day of outrageous shot making on the Old Course 🤌Vote for your #Doosan Shot of the Day for the chance to win a prize 🗳#The150thOpen pic.twitter.com/LNeytBcVnu— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Sunday awaits at the Old Course#The150thOpen pic.twitter.com/cCmMxDn3ZS— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Opna breska Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Tvímenningarnir leiða mótið fyrir lokadaginn á morgun en báðir eru þeir samtals á 16 höggum undir pari eftir frábæra frammistöður í dag. Hovland og McIlroy voru jafnir í þriðja sæti þegar þeir fóru af stað í morgun. Cameron Smith var með forystu en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari á meðan McIlroy og Hovland kláruðu dag þrjú báðir á sex höggum undir pari. Veðbankar töldu McIlroy sigurstranglegastan fyrir mótið og er hann nú í dauðafæri að vinna sinn fyrsta risatitil í átta ár. 🎥 Relive Rory McIlroy's sensational Third Round at #The150thOpen in 60 Seconds pic.twitter.com/VoNAdPDSrL— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 „Ég er búinn að vera að banka á dyrnar í þó nokkurn tíma og núna er besta tækifærið til sigurs í langan tíma. Ég þarf bara að vera í mínum eigin heimi í einn dag í viðbót og vonandi get ég spilað nógu gott golf til þess að klára verkið,“ sagði McIlroy við CBS eftir þriðja hring. Það skildi þó enginn afskrifa Norðmanninn unga sem spilaði nánast óaðfinnanlega til að halda í við McIlroy. Frammistaða sem skapar spennandi einvígi fyrir morgundaginn. Einvígi sem gæti farið í sögubækurnar en Hovland hefur aldrei unnið stórmót í golfi áður. Tvímenningarnir munu ræsa klukkan 13.50 á morgun. Viktor Hovland was dialled in during Round 3 of #The150thOpenWatch his best moments 👇 pic.twitter.com/6WlkoDoR22— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Cameron Young var í öðru sæti í upphafi dags en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er því jafn nafna sínum Cameron Smith í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir þeim Hovland og McIlroy. Jafnir í fimmta sæti eru þeir Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Another day of outrageous shot making on the Old Course 🤌Vote for your #Doosan Shot of the Day for the chance to win a prize 🗳#The150thOpen pic.twitter.com/LNeytBcVnu— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Sunday awaits at the Old Course#The150thOpen pic.twitter.com/cCmMxDn3ZS— The Open (@TheOpen) July 16, 2022
Opna breska Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn