Næstu daga spáir Veðurstofan nokkuð svipuðu veðri. Á morgun er spáð smáskúrum og breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu. Seinnipartinn verði rigning samfelldari á sunnanverðu landinu. Hiti verði á bilinu tíu til fimmtán stig. Á þriðjudag er spáð austlægri átt með rigningu sunnan- og austanlands en það verði úrkomulítið á norðan- og vestanverðu landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, en norðlægari vestan til. Rigning með köflum á austanverðu landinu, en annars dálitlar skúrir. Hiti níu til sextán stig, hlýjast vestan til.
Á miðvikudag: Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og smáskúrir á víð og dreif og rigning austast, en bjart að mestu sunnanlands. Hiti átta til sautján stig, hlýjast sunnan til.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Fremur hæg vestlæg átt, væta öðru hvoru og áfram milt veður.