Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2022 11:49 Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði. Vísir/Skjáskot Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira