Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2022 11:49 Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði. Vísir/Skjáskot Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira