Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 21:01 Ferðamenn eru því fegnir að sleppa við ofurhitann í Evrópu. Vísir Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. Töluverður straumur ferðamanna frá heitari svæðum hefur verið til landsins í sumar. Þar má sérstaklega nefna portúgalska, spænska, franska, breska, þýska og ítalska ferðamenn samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Play. Þeir eru margir fegnir að komast í svalann á Íslandi. „Þetta er fullkomið andsvar við hitanum í Evrópu. Já, þetta er dásamlegt. Fullkomið,“ segir Karen, sem kom hingað til lands frá Bretlandi í dag. Hitinn náði rúmum fjörutíu gráðum í París í dag. Pierre, sem er frá Frakklandi, segist feginn því að hafa verið hér þegar hitinn var sem mestur í Frakklandi. „Fjölmargir eldar loga sem skaða náttúruna,“ segir Pierre. Eldar loga ekki aðeins í Frakklandi. Hin slóvensku Franz og Maja segja stöðuna hræðilega í ákveðnum hluta landsins. „Okkur finnst frábært að koma hingað þar sem hitinn er lægri. Hitinn hér hentar okkur vel. Okkur líkar ekki hitasvækjan á sumrin í Evrópu.“ Marita og Peter frá Hollandi segja vini sína í heimalandinu vart hafa komist úr húsi síðustu daga. „Vinir okkar hafa verið fasteir heima og ekki komist til vinnu. Í dag er ástandið verst. Hitinn er um 40 stig. Hitinn mun eitthvað lækka á morgun en ég er fegin að vera hér.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Reykjavík Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Töluverður straumur ferðamanna frá heitari svæðum hefur verið til landsins í sumar. Þar má sérstaklega nefna portúgalska, spænska, franska, breska, þýska og ítalska ferðamenn samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Play. Þeir eru margir fegnir að komast í svalann á Íslandi. „Þetta er fullkomið andsvar við hitanum í Evrópu. Já, þetta er dásamlegt. Fullkomið,“ segir Karen, sem kom hingað til lands frá Bretlandi í dag. Hitinn náði rúmum fjörutíu gráðum í París í dag. Pierre, sem er frá Frakklandi, segist feginn því að hafa verið hér þegar hitinn var sem mestur í Frakklandi. „Fjölmargir eldar loga sem skaða náttúruna,“ segir Pierre. Eldar loga ekki aðeins í Frakklandi. Hin slóvensku Franz og Maja segja stöðuna hræðilega í ákveðnum hluta landsins. „Okkur finnst frábært að koma hingað þar sem hitinn er lægri. Hitinn hér hentar okkur vel. Okkur líkar ekki hitasvækjan á sumrin í Evrópu.“ Marita og Peter frá Hollandi segja vini sína í heimalandinu vart hafa komist úr húsi síðustu daga. „Vinir okkar hafa verið fasteir heima og ekki komist til vinnu. Í dag er ástandið verst. Hitinn er um 40 stig. Hitinn mun eitthvað lækka á morgun en ég er fegin að vera hér.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Reykjavík Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52
„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31