Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 17:52 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Vilhelm Gunnarsson Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir. Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir.
Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16