Aguero um brottför Messi hjá Barca: Hélt að þetta væri grín Atli Arason skrifar 21. júlí 2022 07:00 Sergio Aguero og Lionel Messi léku saman með argentíska landsliðinu en náðu aldrei leik saman með félagsliði. Getty Images Sergio Aguero hélt að hann væri að fara að spila með besta vini sínum, Lionel Messi, þegar hann samdi við Barcelona síðasta sumar. Stuttu síðar yfirgaf Messi spænska liðið og Aguero trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá tilkynningu félagsins. Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022 Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022
Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira