Druslugangan haldin eftir tveggja ára hlé: „Við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 13:01 Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir enn langt í land í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir Druslugangan fer fram á laugardaginn eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einn skipuleggjenda göngunnar segir gönguna mikilvæga til að sýna að samfélagið samþykki ekki ofbeldi. Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga. Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga.
Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira