Líður eins og stjörnu í Sarajevó Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 18:31 Blær að taka við verðlaununum. Mario Ilić / OFF Press Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira