Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 20:07 Það er hvítt haf á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi þessa stundina. Aðsend Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt. Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt.
Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira