Verstappen fagnaði sigri eftir að Leclerc flaug út af Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 14:46 Verstappen eltir Leclerc snemma í keppninni, áður en sá síðarnefndi féll úr keppni. ANP via Getty Images Max Verstappen var fyrstur í mark í Frakklandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Charles Leclerc gerði afdrifarík mistök þegar hann var með forystuna og féll úr keppni. Bretarnir í liði Mercedes komust þá báðir á verðlaunapall. Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða. Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Charles Leclerc var á ráspól í dag en Verstappen annar í rásröðinni og liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, þriðji. Lewis Hamilton, á Mercedes, fór fram úr Pérez í þriðja sætið í ræsingunni og Bretinn hélt Mexíkóanum að bakvið sig alla keppnina. Hann átti hins vegar erfitt með að halda í við þá fremstu tvo, en Leclerc og Verstappen slitu sig snemma frá pakkanum og börðust um forystuna. Leclerc gerði vel að halda Verstappen á bakvið sig en fljótlega eftir að Verstappen fór inn á þjónustusvæðið gerði Mónakóbúinn á Ferrari-bílnum afdrifarík mistök. LAP 19/53Absolute heartbreak for Leclerc and Ferrari #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/qUmPlzWEVn— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Leclerc var eðli málsins samkvæmt einn á auðum sjó eftir að Verstappen fór á þjónustusvæðið en á einhvern hátt missti hann stjórn á bílnum, missti afturendann og flaug út í dekkjavegg á breiðri brautinni í Frakklandi. Hann lauk þar með keppni og Verstappen var eftirleikurinn auðveldur. Hann hélt forystunni allt til loka en Lewis Hamilton varð annar í mark. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, varð þá þriðji eftir mikla dramatík. Russell hafði þá verið við afturenda Pérez í um tíu hringi þegar stafrænn öryggisbíll kom upp. Pérez sofnaði á verðinum þegar grænu flaggi var veifað til að marka endalok öryggisbílsins og Russell flaug fram úr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. George catches Checo sleeping and snatches P3! #FrenchGP #F1 pic.twitter.com/5U0j5ER7Vo— Formula 1 (@F1) July 24, 2022 Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, hóf keppnina aftast í rásröðinni vegna vélarskipta fyrir keppni. Hann gerði vel að vinna sig upp röðina og náði best upp í þriðja sætið eftir glæsilegan framúrakstur á Pérez. Hann þurfti hins vegar að skipta um dekk í kjölfarið, og taka fimm sekúndna refsingu í leiðinni, og lauk keppni í 5. sæti. Sigur Verstappen eykur forystu hans í keppni ökuþóra og stigasöfnun hans og Pérez auka þá einnig forystu Red Bull liðsins, sem leiðir keppni bílasmiða.
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira