Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. júlí 2022 19:19 Flugmaður vélarinnar fann góðan stað ofan á Nýjabæjarfjalli til að lenda á. Landhelgisgæslan Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“ Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53