Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 25. júlí 2022 23:30 Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða og yfirstríðnispúki Innipúkans. Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“
Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira