„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:00 Tryggvi Þórisson stefnir á að spila í þýsku úrvalsdeildinni á komandi árum. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum. „Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum. Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
„Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum.
Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira