Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2022 10:56 Almenningur hefur fundið fyrir því undanfarið að það fæst minna fyrir mánaðarlaunin. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. Hér sést samanburður á þróun launa annars vegar og kaupmáttar hins vegar.Hagsjá Landsbankans Kaupmáttur launa náði sögulegu hámarki í janúar á þessu ári eftir stigvaxandi aukningu allt frá haustmánuðum 2015. Eftir að verðbólga fór að hækka hratt skömmu fyrir síðustu áramót tók kaupmáttur að minnka í sumar. Hér má sjá hækkanir launa frá því í janúar 2015 til febrúar 2022.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjá Landsbankans í dag kemur fram að kaupmáttur í júní síðast liðnum hafi verið 2,9 prósentum minni en í janúar á þessu ári en þá hafi kaupmátturinn náð sögulegu hámarki. Kaupmáttarrýrnunin milli júní á þessu ári og júní í fyrra væri þó öllu minni eða 0,9 prósent og hefði þá ekki verið minni frá því í desember 2020. Þessi mynd sýnir hækkun launahækkanir síðustu tólf mánuðina á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hinum opinbera hins vegar sem síðan er greint á milli ríkis og sveitarfélaga. Skýringin sem gefin hefur verið á meiri hækkunum hjá sveitarfélögunum er að í gildandi kjarasamningum var lögð áhersla á hækkun lægstu launa.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjánni segir að reikna megi með að kaupmáttur haldi áfram að minnka þar sem verðbólgan væri enn mikil og og ekki verði frekari launahækkanir á gildistíma núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þeir renna sitt skeið í október og má búast við að erfiðlega gangi að gera nýja samninga í haust í því óvissuásandi sem nú ríkir. Ástandið á vinnumarkaðnum þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki hjá veitingahúsum og gististöðum endurspeglast í launaþróuninni undanfarna 12 mánuði. Þannig hækkaði launavísitala almennt um 8,5 prósent frá apríl í fyrra til apríl í ár. Súlurnar sína launahækkanir eftir atvinnugreinum. Laun á veitinga- og gistustöðum hafa hækkað fjórum prósentustigum meira en þar sem hækkunin var mest í öðrum atvinnugreinum.Hagsjá Landsbankans Að jafnaði var hækkuðu laun örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en hinum almenna en þó öllu meira hjá sveitarfélögunum. Hins vegar hækkuðu laun um 12,7 prósent á veitinga- og gististöðum, sem vætnanlega hafa þurft að hækka laun til að fá til sín starfsfólk eftir lágdeyðuna sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum. Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Hér sést samanburður á þróun launa annars vegar og kaupmáttar hins vegar.Hagsjá Landsbankans Kaupmáttur launa náði sögulegu hámarki í janúar á þessu ári eftir stigvaxandi aukningu allt frá haustmánuðum 2015. Eftir að verðbólga fór að hækka hratt skömmu fyrir síðustu áramót tók kaupmáttur að minnka í sumar. Hér má sjá hækkanir launa frá því í janúar 2015 til febrúar 2022.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjá Landsbankans í dag kemur fram að kaupmáttur í júní síðast liðnum hafi verið 2,9 prósentum minni en í janúar á þessu ári en þá hafi kaupmátturinn náð sögulegu hámarki. Kaupmáttarrýrnunin milli júní á þessu ári og júní í fyrra væri þó öllu minni eða 0,9 prósent og hefði þá ekki verið minni frá því í desember 2020. Þessi mynd sýnir hækkun launahækkanir síðustu tólf mánuðina á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hinum opinbera hins vegar sem síðan er greint á milli ríkis og sveitarfélaga. Skýringin sem gefin hefur verið á meiri hækkunum hjá sveitarfélögunum er að í gildandi kjarasamningum var lögð áhersla á hækkun lægstu launa.Hagsjá Landsbankans Í Hagsjánni segir að reikna megi með að kaupmáttur haldi áfram að minnka þar sem verðbólgan væri enn mikil og og ekki verði frekari launahækkanir á gildistíma núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þeir renna sitt skeið í október og má búast við að erfiðlega gangi að gera nýja samninga í haust í því óvissuásandi sem nú ríkir. Ástandið á vinnumarkaðnum þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki hjá veitingahúsum og gististöðum endurspeglast í launaþróuninni undanfarna 12 mánuði. Þannig hækkaði launavísitala almennt um 8,5 prósent frá apríl í fyrra til apríl í ár. Súlurnar sína launahækkanir eftir atvinnugreinum. Laun á veitinga- og gistustöðum hafa hækkað fjórum prósentustigum meira en þar sem hækkunin var mest í öðrum atvinnugreinum.Hagsjá Landsbankans Að jafnaði var hækkuðu laun örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en hinum almenna en þó öllu meira hjá sveitarfélögunum. Hins vegar hækkuðu laun um 12,7 prósent á veitinga- og gististöðum, sem vætnanlega hafa þurft að hækka laun til að fá til sín starfsfólk eftir lágdeyðuna sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum.
Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00
Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. 23. júlí 2022 21:09
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39