Mourinho reynir að bæta enn frekar við hópinn Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 14:15 Bæði Bailly og Wijnaldum eru sagðir vilja ganga í raðir Roma. Clive Brunskill/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Hann reynir nú að fá fyrrum lærisvein sinn og fyrrum andstæðing. Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira