Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 10:05 Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi um verslunarmannahelgina. Vísir Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. Hvort sem það verður uppi á palli, inni í tjaldi eða úti í fljóti er nokkuð ljóst að landsmenn munu sletta úr klaufunum um helgina þar sem stærsta ferðahelgi ársins nálgast nú óðfluga. Útihátíðir hafa um langa tíð verið fastur liður um verslunarmannahelgina, ef síðustu tvö ár eru tekin út fyrir sviga, og því verður farið yfir þær helstu hér. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Yfirferð yfir útihátíðir um verslunarmannahelgi getur hvergi annars staðar hafist en á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Búist er við að gríðarlegur fjöldi skemmtanaþyrstra flykkist til Vestmannaeyja um helgina og ekki má gleyma Eyjamönnum sem beðið hafa í ofvæni í tvö ár eftir hátíðinni. Dagskráin er ekki af verri endanum en á hátíðinni í ár kemur fram einvalalið íslensks tónlistarfólks. Þar ber helst að nefna Bubba Morthens, Bríeti, Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætur, Herbert Guðmundsson, Flott og marga fleiri. Þá flytur Klara Elias þjóðhátíðarlagið 2022, Eyjanótt. Tónlistarmyndbandið við lagið var frumsýnt á Vísi fyrir skömmu: Innipúkinn í Reykjavík Hefðbundnar útihátíðir falla ekki að skemmtanasmekk allra og því er innihátíðin Innipúkinn haldin í Reykjavík. Að sögn eins skipuleggjenda hátíðarinnar er hátíðin sú besta fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja fá ískaldan bjór í glasi í stað volgs í dós. Hátíðin fer að mestu fram í Gamla bíói en einnig verða tónleikar á efri hæð skemmtistaðarins Röntgen, sem er beint á móti Gamla bíói. Meðal þeirra sem troða upp verða Teitur Magnússon, Reykjavíkurdætur, gugusar, Snorri Helgason og Inspector Scacetime. Dagskrána má sjá í heild sinni hér. Ein með öllu á Akureyri Akureyringar halda bæjarhátíð sína Eina með öllu um verslunarmannahelgi. „Þá er komið að því! Ein með öllu 2022. Það verður nóg um að vera í ár, Viðburðir hafa safnast upp síðustu tvö ár og nú er tíminn til þess að halda okkar glæsilegu bæjarhátíð,“ segir á vef hátíðarinnar en hún féll niður síðustu tvö ár líkt og flestar aðrar. Dagskrá hátíðarinnar er með þeim fjölbreyttari. Til að mynda verður tívolí opið alla helgina, kirkjutröppuhlaup verður hlaupið á föstudag, Evrópumótið í torfæru fer fram á laugardag og sunnudag, markaður verður á laugardag og skógardagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudag í Kjarnaskógi. Þá mun mikill fjöldi tónlistarfólks koma fram víða á Akureyri um helgina. Þeirra á meðal verða Andrea Gylfadóttir, Páll Óskar, Stjórnin, Herra Hnetusmjör, Ragga Rix, Birnir og Clubdub. Dagskránna má sjá í heild sinni hér. Síldarævintýrið á Siglufirði Fjölskylduhátíðin Síldaævintýrið á Siglufirði fer fram um helgina. Þar verður mikið um dýrðir en þar ber hæst golfmór, síldarsöltun og bryggjuball, bjórleikar, froðudiskó og margt fleira. Allar upplýsingar um hátíðina má sjá hér. Neistaflug á Neskaupstað Hátíðarhöldin á Neskaupstað hefjast með balli í Egilsbúð á fimmtudag þegar bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór leika fyrir dansi. Neistaflug verður svo formlega sett á föstudagskvöld eftir að íbúar Neskaupstaðar hafa grillað saman hverjir í sínum hverfum. Meðal dagskrárliða eru sápuboltamót, dorgveiðikeppni, kassabílarallý og brunaslöngubolti. Þá munu hljómsveitin Babies og Selma Björnsdóttir troða upp á dansleik á laugardagskvöld og Guðrún Árný, Jói Pé og Króli og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna koma fram á stórtónleikum á sunnudagskvöld. Upplýsingar um Neistaflug má nálgast hér. Norðanpaunk á Laugarbakka Á Laugarbakka fer fram svokallað ættarmót íslenskra paunkara, Norðanpaunk. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þar komi erfitt fólk saman til að hlusta á erfiða tónlist, eða með öðrum orðum, gott fólk að hlusta á góða tónlist. Skipuleggjendur Norðanpaunks safna að eigin sögn saman skrýtnustu og öfgafyllstu hljómsveitum landins en þar má nefna Bastarð, Blóðmör, Bucking fastards, Börn, Captain syrup og Eilífa sjálfsfróun. Helstu upplýsingar má lesa hér. Flúðir um Versló Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um Versló 2022 fer fram um verslunarmannahelgina á Flúðum í Hrunamannahreppi. Dagskráin er með glæsilegra móti og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, að því er segir á Facebooksíðu hátíðarinnar. Yfir verlsunarmannahelgina verða þrír dansleikir haldnir á Flúðum, hljómsveitin Babies ríður á vaðið á föstudag, Stuðlabandið treður upp á laugardag og Jónsi og Unnur Birna klára hátíðina á sunnudag. Ekki gefst rými til að fara yfir allar hátíðir sem fram fara um verslunarmannahelgina en ítarlega samantekt yfir þær má sjá á vefnum Hátíðir um allt land. Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hvort sem það verður uppi á palli, inni í tjaldi eða úti í fljóti er nokkuð ljóst að landsmenn munu sletta úr klaufunum um helgina þar sem stærsta ferðahelgi ársins nálgast nú óðfluga. Útihátíðir hafa um langa tíð verið fastur liður um verslunarmannahelgina, ef síðustu tvö ár eru tekin út fyrir sviga, og því verður farið yfir þær helstu hér. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Yfirferð yfir útihátíðir um verslunarmannahelgi getur hvergi annars staðar hafist en á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Búist er við að gríðarlegur fjöldi skemmtanaþyrstra flykkist til Vestmannaeyja um helgina og ekki má gleyma Eyjamönnum sem beðið hafa í ofvæni í tvö ár eftir hátíðinni. Dagskráin er ekki af verri endanum en á hátíðinni í ár kemur fram einvalalið íslensks tónlistarfólks. Þar ber helst að nefna Bubba Morthens, Bríeti, Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætur, Herbert Guðmundsson, Flott og marga fleiri. Þá flytur Klara Elias þjóðhátíðarlagið 2022, Eyjanótt. Tónlistarmyndbandið við lagið var frumsýnt á Vísi fyrir skömmu: Innipúkinn í Reykjavík Hefðbundnar útihátíðir falla ekki að skemmtanasmekk allra og því er innihátíðin Innipúkinn haldin í Reykjavík. Að sögn eins skipuleggjenda hátíðarinnar er hátíðin sú besta fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja fá ískaldan bjór í glasi í stað volgs í dós. Hátíðin fer að mestu fram í Gamla bíói en einnig verða tónleikar á efri hæð skemmtistaðarins Röntgen, sem er beint á móti Gamla bíói. Meðal þeirra sem troða upp verða Teitur Magnússon, Reykjavíkurdætur, gugusar, Snorri Helgason og Inspector Scacetime. Dagskrána má sjá í heild sinni hér. Ein með öllu á Akureyri Akureyringar halda bæjarhátíð sína Eina með öllu um verslunarmannahelgi. „Þá er komið að því! Ein með öllu 2022. Það verður nóg um að vera í ár, Viðburðir hafa safnast upp síðustu tvö ár og nú er tíminn til þess að halda okkar glæsilegu bæjarhátíð,“ segir á vef hátíðarinnar en hún féll niður síðustu tvö ár líkt og flestar aðrar. Dagskrá hátíðarinnar er með þeim fjölbreyttari. Til að mynda verður tívolí opið alla helgina, kirkjutröppuhlaup verður hlaupið á föstudag, Evrópumótið í torfæru fer fram á laugardag og sunnudag, markaður verður á laugardag og skógardagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudag í Kjarnaskógi. Þá mun mikill fjöldi tónlistarfólks koma fram víða á Akureyri um helgina. Þeirra á meðal verða Andrea Gylfadóttir, Páll Óskar, Stjórnin, Herra Hnetusmjör, Ragga Rix, Birnir og Clubdub. Dagskránna má sjá í heild sinni hér. Síldarævintýrið á Siglufirði Fjölskylduhátíðin Síldaævintýrið á Siglufirði fer fram um helgina. Þar verður mikið um dýrðir en þar ber hæst golfmór, síldarsöltun og bryggjuball, bjórleikar, froðudiskó og margt fleira. Allar upplýsingar um hátíðina má sjá hér. Neistaflug á Neskaupstað Hátíðarhöldin á Neskaupstað hefjast með balli í Egilsbúð á fimmtudag þegar bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór leika fyrir dansi. Neistaflug verður svo formlega sett á föstudagskvöld eftir að íbúar Neskaupstaðar hafa grillað saman hverjir í sínum hverfum. Meðal dagskrárliða eru sápuboltamót, dorgveiðikeppni, kassabílarallý og brunaslöngubolti. Þá munu hljómsveitin Babies og Selma Björnsdóttir troða upp á dansleik á laugardagskvöld og Guðrún Árný, Jói Pé og Króli og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna koma fram á stórtónleikum á sunnudagskvöld. Upplýsingar um Neistaflug má nálgast hér. Norðanpaunk á Laugarbakka Á Laugarbakka fer fram svokallað ættarmót íslenskra paunkara, Norðanpaunk. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þar komi erfitt fólk saman til að hlusta á erfiða tónlist, eða með öðrum orðum, gott fólk að hlusta á góða tónlist. Skipuleggjendur Norðanpaunks safna að eigin sögn saman skrýtnustu og öfgafyllstu hljómsveitum landins en þar má nefna Bastarð, Blóðmör, Bucking fastards, Börn, Captain syrup og Eilífa sjálfsfróun. Helstu upplýsingar má lesa hér. Flúðir um Versló Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um Versló 2022 fer fram um verslunarmannahelgina á Flúðum í Hrunamannahreppi. Dagskráin er með glæsilegra móti og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, að því er segir á Facebooksíðu hátíðarinnar. Yfir verlsunarmannahelgina verða þrír dansleikir haldnir á Flúðum, hljómsveitin Babies ríður á vaðið á föstudag, Stuðlabandið treður upp á laugardag og Jónsi og Unnur Birna klára hátíðina á sunnudag. Ekki gefst rými til að fara yfir allar hátíðir sem fram fara um verslunarmannahelgina en ítarlega samantekt yfir þær má sjá á vefnum Hátíðir um allt land.
Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög