Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 17:26 Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi. vísir/arnar Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún. Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún.
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira