Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 09:31 Lisandro Martinez í búningi Manchester United eftir að gengið hafði verið frá samningnum og kaupunum frá Ajax. Getty/Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira