Karabatic varar leikmenn við þýsku úrvalsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 13:30 Nikola Karabatic mælir gegn því að leikmenn fari í þýsku úrvalsdeildina. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Nikola Karabatic, einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, segist ekki geta mælt með því við nokkurn leikmann að leika í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildinni. Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira