Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 14:01 Greint var frá því í lok janúar 2020 að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað. Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“ ÍR Reykjavík Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“
ÍR Reykjavík Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann