Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 13:36 Líklegt er að fjöldi fólks fari á flakk um helgina en lögreglan varar við því að það auglýsi það opinberlega. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að áhersla lögreglunnar í sumar hafi meðal annars verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfráls búnaðar, ferðavögnum eða eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Sjaldnast hafi verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftir- og ferðavagna en í nokkrum tilvikum hafi ökumönnum bent á atriði sem betur mættu fara, til dæmis að framlengja hliðarspegla. Í flestum tilvikum virðist ferðalangar huga vel að ástandi ferðavagna og ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt sé að þeir sem séu með slíka vagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, en þeir geti nú ekið á allt að 90 km/klst hraða þar sem slíkt er leyfilegt á þjóðvegi. Líklegt er að nokkuð verði um ökumenn með slíka vagna þessa helgi, þrátt fyrir slæma veðurspá. Lögreglan hvetur einmitt ferðalanga til að huga vel að veðurspá sem sé misslæm eftir landshlutum. Þá ítrekar lögreglan mikilvægi þess að fólk noti bílbelti, börn séu í viðeigandi barnabílstólum og allir ökumenn séu allsgáðir. Þá eru ferðalangar hvattir til að sýna þolinmæði í umferðinni og gæta sérstakrar varúðar við framúrakstur. Fólk fylgist með grunsamlegum mannaferðum Auk þessa umferðareftirlits mun lögreglan halda úti eftirliti í hverfum í umdæminu og ítrekar lögreglan að fólk láti vita um grunsamlegar mannferðir, taki jafnvel ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og skrifi hjá sér til dæmis bílnúmer og jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt sést í nánasta umhverfi. Innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en látið er til skara skríða, hringja dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt,“ segir í tilkynningunni. Þá hvetur lögreglan fólk til að kveikja útiljós séu þau til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. Sömuleiðis sé mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir alrla augum þegar farið sé í frí, til dæmis með tilkynningu á samfélagsmiðlum. „Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01 Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að áhersla lögreglunnar í sumar hafi meðal annars verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfráls búnaðar, ferðavögnum eða eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Sjaldnast hafi verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftir- og ferðavagna en í nokkrum tilvikum hafi ökumönnum bent á atriði sem betur mættu fara, til dæmis að framlengja hliðarspegla. Í flestum tilvikum virðist ferðalangar huga vel að ástandi ferðavagna og ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt sé að þeir sem séu með slíka vagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, en þeir geti nú ekið á allt að 90 km/klst hraða þar sem slíkt er leyfilegt á þjóðvegi. Líklegt er að nokkuð verði um ökumenn með slíka vagna þessa helgi, þrátt fyrir slæma veðurspá. Lögreglan hvetur einmitt ferðalanga til að huga vel að veðurspá sem sé misslæm eftir landshlutum. Þá ítrekar lögreglan mikilvægi þess að fólk noti bílbelti, börn séu í viðeigandi barnabílstólum og allir ökumenn séu allsgáðir. Þá eru ferðalangar hvattir til að sýna þolinmæði í umferðinni og gæta sérstakrar varúðar við framúrakstur. Fólk fylgist með grunsamlegum mannaferðum Auk þessa umferðareftirlits mun lögreglan halda úti eftirliti í hverfum í umdæminu og ítrekar lögreglan að fólk láti vita um grunsamlegar mannferðir, taki jafnvel ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og skrifi hjá sér til dæmis bílnúmer og jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt sést í nánasta umhverfi. Innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en látið er til skara skríða, hringja dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt,“ segir í tilkynningunni. Þá hvetur lögreglan fólk til að kveikja útiljós séu þau til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. Sömuleiðis sé mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir alrla augum þegar farið sé í frí, til dæmis með tilkynningu á samfélagsmiðlum. „Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01 Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31
Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01
Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05