Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. júlí 2022 14:58 Mannsins er leitað í Flateyjardal. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til. Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til.
Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira