Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 19:06 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. Verðbólga nálgast nú tveggja stafa tölu og er því spáð að hún hækki enn frekar í næsta mánuði. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það lengi hafa verið viðbúið að verðbólga myndi ná hámarki seinni hluta sumars en færi síðan niður á við. „Nú er allt útlit fyrir að verðbólgan muni lækka eða svona stöðvast hægar en allir gerðu ráð fyrir eða voru að vonast eftir. Þannig það er hætt við því að við verðum með nokkuð mikla verðbólgu vel fram á næsta ár og það er mikið áhyggjuefni. Kjaraviðræður eru fram undan í haust og ljóst að nokkuð langt verði milli aðila. Það hljóti þó að vera markmið allra sem að samningsborðinu koma að ná verðbólgunni niður, og mögulega þurfi stjórnvöld að stíga inn í, líkt og þau hafi áður gert. „Í þessu ástandi þá náttúrulega hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum auðvitað standa vörð um, og vera með þá aðgerðir sem beinast að þeim sem að höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég sé það helst fyrir mér að stjórnvöld komi að borðinu hvað þann hóp varðar,“ segir hún. Hægt sé að koma böndum á verðbólguna Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld gætu til að mynda breytt skattkerfinu með það fyrir sjónum að sækja skatttekjur hjá þeim sem væru aflögufærir. Guðrún segist sjálf þeirrar skoðunar að lækka eigi skatta frekar en að lækka þá. „Við megum heldur ekki íþyngja fyrirtækjum um of, þannig þau geti þrifist vel og það skili sér frekar í kassa ríkisins heldur en hitt. Við megum ekki vera með það íþyngjandi rekstrarumhverfi hér að fyrirtækin okkar sjái sér ekki í hag að starfa á Íslandi eða vera hér,“ segir hún. Ýmsar aðrar aðgerðir standi til boða, til að mynda á húsnæðismarkaði. Hægt sé að ná böndum á verðbólguna og ná saman í kjaraviðræðum, en til þess þurfi allir að taka höndum saman. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við erum að koma út úr heimsfaraldri, það er verið að koma af stað ferðaþjónustu og atvinnugreinum aftur í gang sem að hafa verið í mjög alvarlegri stöðu um tveggja ára skeið,“ segir Guðrún. „Þannig að til þess að vel takist til þá verðum við að taka höndum saman og ganga nokkuð samstillt í sömu áttina,“ segir hún enn fremur. Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Verðbólga nálgast nú tveggja stafa tölu og er því spáð að hún hækki enn frekar í næsta mánuði. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það lengi hafa verið viðbúið að verðbólga myndi ná hámarki seinni hluta sumars en færi síðan niður á við. „Nú er allt útlit fyrir að verðbólgan muni lækka eða svona stöðvast hægar en allir gerðu ráð fyrir eða voru að vonast eftir. Þannig það er hætt við því að við verðum með nokkuð mikla verðbólgu vel fram á næsta ár og það er mikið áhyggjuefni. Kjaraviðræður eru fram undan í haust og ljóst að nokkuð langt verði milli aðila. Það hljóti þó að vera markmið allra sem að samningsborðinu koma að ná verðbólgunni niður, og mögulega þurfi stjórnvöld að stíga inn í, líkt og þau hafi áður gert. „Í þessu ástandi þá náttúrulega hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum auðvitað standa vörð um, og vera með þá aðgerðir sem beinast að þeim sem að höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég sé það helst fyrir mér að stjórnvöld komi að borðinu hvað þann hóp varðar,“ segir hún. Hægt sé að koma böndum á verðbólguna Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld gætu til að mynda breytt skattkerfinu með það fyrir sjónum að sækja skatttekjur hjá þeim sem væru aflögufærir. Guðrún segist sjálf þeirrar skoðunar að lækka eigi skatta frekar en að lækka þá. „Við megum heldur ekki íþyngja fyrirtækjum um of, þannig þau geti þrifist vel og það skili sér frekar í kassa ríkisins heldur en hitt. Við megum ekki vera með það íþyngjandi rekstrarumhverfi hér að fyrirtækin okkar sjái sér ekki í hag að starfa á Íslandi eða vera hér,“ segir hún. Ýmsar aðrar aðgerðir standi til boða, til að mynda á húsnæðismarkaði. Hægt sé að ná böndum á verðbólguna og ná saman í kjaraviðræðum, en til þess þurfi allir að taka höndum saman. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við erum að koma út úr heimsfaraldri, það er verið að koma af stað ferðaþjónustu og atvinnugreinum aftur í gang sem að hafa verið í mjög alvarlegri stöðu um tveggja ára skeið,“ segir Guðrún. „Þannig að til þess að vel takist til þá verðum við að taka höndum saman og ganga nokkuð samstillt í sömu áttina,“ segir hún enn fremur.
Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39