Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 19:06 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. Verðbólga nálgast nú tveggja stafa tölu og er því spáð að hún hækki enn frekar í næsta mánuði. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það lengi hafa verið viðbúið að verðbólga myndi ná hámarki seinni hluta sumars en færi síðan niður á við. „Nú er allt útlit fyrir að verðbólgan muni lækka eða svona stöðvast hægar en allir gerðu ráð fyrir eða voru að vonast eftir. Þannig það er hætt við því að við verðum með nokkuð mikla verðbólgu vel fram á næsta ár og það er mikið áhyggjuefni. Kjaraviðræður eru fram undan í haust og ljóst að nokkuð langt verði milli aðila. Það hljóti þó að vera markmið allra sem að samningsborðinu koma að ná verðbólgunni niður, og mögulega þurfi stjórnvöld að stíga inn í, líkt og þau hafi áður gert. „Í þessu ástandi þá náttúrulega hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum auðvitað standa vörð um, og vera með þá aðgerðir sem beinast að þeim sem að höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég sé það helst fyrir mér að stjórnvöld komi að borðinu hvað þann hóp varðar,“ segir hún. Hægt sé að koma böndum á verðbólguna Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld gætu til að mynda breytt skattkerfinu með það fyrir sjónum að sækja skatttekjur hjá þeim sem væru aflögufærir. Guðrún segist sjálf þeirrar skoðunar að lækka eigi skatta frekar en að lækka þá. „Við megum heldur ekki íþyngja fyrirtækjum um of, þannig þau geti þrifist vel og það skili sér frekar í kassa ríkisins heldur en hitt. Við megum ekki vera með það íþyngjandi rekstrarumhverfi hér að fyrirtækin okkar sjái sér ekki í hag að starfa á Íslandi eða vera hér,“ segir hún. Ýmsar aðrar aðgerðir standi til boða, til að mynda á húsnæðismarkaði. Hægt sé að ná böndum á verðbólguna og ná saman í kjaraviðræðum, en til þess þurfi allir að taka höndum saman. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við erum að koma út úr heimsfaraldri, það er verið að koma af stað ferðaþjónustu og atvinnugreinum aftur í gang sem að hafa verið í mjög alvarlegri stöðu um tveggja ára skeið,“ segir Guðrún. „Þannig að til þess að vel takist til þá verðum við að taka höndum saman og ganga nokkuð samstillt í sömu áttina,“ segir hún enn fremur. Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Verðbólga nálgast nú tveggja stafa tölu og er því spáð að hún hækki enn frekar í næsta mánuði. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það lengi hafa verið viðbúið að verðbólga myndi ná hámarki seinni hluta sumars en færi síðan niður á við. „Nú er allt útlit fyrir að verðbólgan muni lækka eða svona stöðvast hægar en allir gerðu ráð fyrir eða voru að vonast eftir. Þannig það er hætt við því að við verðum með nokkuð mikla verðbólgu vel fram á næsta ár og það er mikið áhyggjuefni. Kjaraviðræður eru fram undan í haust og ljóst að nokkuð langt verði milli aðila. Það hljóti þó að vera markmið allra sem að samningsborðinu koma að ná verðbólgunni niður, og mögulega þurfi stjórnvöld að stíga inn í, líkt og þau hafi áður gert. „Í þessu ástandi þá náttúrulega hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum auðvitað standa vörð um, og vera með þá aðgerðir sem beinast að þeim sem að höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég sé það helst fyrir mér að stjórnvöld komi að borðinu hvað þann hóp varðar,“ segir hún. Hægt sé að koma böndum á verðbólguna Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld gætu til að mynda breytt skattkerfinu með það fyrir sjónum að sækja skatttekjur hjá þeim sem væru aflögufærir. Guðrún segist sjálf þeirrar skoðunar að lækka eigi skatta frekar en að lækka þá. „Við megum heldur ekki íþyngja fyrirtækjum um of, þannig þau geti þrifist vel og það skili sér frekar í kassa ríkisins heldur en hitt. Við megum ekki vera með það íþyngjandi rekstrarumhverfi hér að fyrirtækin okkar sjái sér ekki í hag að starfa á Íslandi eða vera hér,“ segir hún. Ýmsar aðrar aðgerðir standi til boða, til að mynda á húsnæðismarkaði. Hægt sé að ná böndum á verðbólguna og ná saman í kjaraviðræðum, en til þess þurfi allir að taka höndum saman. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við erum að koma út úr heimsfaraldri, það er verið að koma af stað ferðaþjónustu og atvinnugreinum aftur í gang sem að hafa verið í mjög alvarlegri stöðu um tveggja ára skeið,“ segir Guðrún. „Þannig að til þess að vel takist til þá verðum við að taka höndum saman og ganga nokkuð samstillt í sömu áttina,“ segir hún enn fremur.
Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 „Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. 25. júlí 2022 21:00
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39