Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 23:34 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, segir að fólk þurfi ekki að örvænta ef það verður á síðasta snúning á morgun. Vísir/Arnar Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar. Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði. Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira